Grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli fær ekki að fara úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 09:02 Lögregla segir málið afar umfangsmikið. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira