Með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða „Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
„Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira