Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. september 2018 22:44 Starfandi forstjóri Icelandair Group segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. VÍSIR/VILHELM Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira