Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 14:21 Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00
Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30
Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00