Memphis: Stóð ekki undir væntingum hjá United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 08:30 Memphis líður vel í Lyon. vísir/getty Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira