Klopp segir að Neymar sé enginn svindlari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 11:00 Neymar skoraði fyrir Brasilíu í vináttulandsleik á Anfield í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira