Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2018 19:19 Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið. Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið.
Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira