Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:46 Hinn 26 ára gamli Botham Jean var jarðsunginn í gær. Vísir/AP Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20