Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 14:39 Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs. Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs.
Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45