Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 12:00 Þórdís Lóa tók höfðinglega á móti fyrrverandi félögum sínum í FKA í veislu sem haldin var í Höfða. Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?