Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 10:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30