Seinkun á heimkomu Íslendinga eftir ofsaakstur sem lauk á flugbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 14:11 Frá vettvangi í Lyon í dag. Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira