Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2018 22:00 Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpuvík er oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Neytendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Neytendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira