Frítt í Hvalfjarðargöngin frá og með eftirmiðdegi á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 12:57 Ekki verður lengur þörf á að stoppa við göngin til þess að greiða. Fréttablaðið/Pjetur Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“ Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“
Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30
Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00
Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41