Bað um að fá að vera lengur í fangelsi til að geta hitt Totti Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2018 11:30 Francesco Totti er í dýrlingatölu hjá Roma. vísir/getty Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti. Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira