Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:14 Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks. Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks.
Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40