Æi, mig langar að komast heim! Ásrún Matthíasdóttir skrifar 26. september 2018 14:45 Mér finnst ekki boðlegt að vera allt að klukkutíma að keyra um 10 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu til að komast í og úr vinnu. Ef ég legg af stað úr Hafnarfirði á tímabilinu 7.45–9.00 þá er þetta oft ferðatíminn, það þarf ekki að hafa orðið slys á leiðinni til að tefja, þetta er venjan núna. Það er jafnvel verra að komast heim seinnipartinn, biðröðin byrjar á bílastæðinu hér í Háskólanum í Reykjavík (HR) og nefni ég sem dæmi að um daginn þegar ég var búin að bíða í nærri 10 mínútur eftir að komast út af stæðinu lagði ég aftur og fór inn og beið þar í nærri 2 klukkutíma eftir að komast heim. Í annað skipti var ég 40 mínútur að komast frá HR út að Bústaðavegi sem er líklega um 2 kílómetra leið. Oft er bent á að það sé líka hægt að labba, hjóla eða taka strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum af margvíslegum ástæðum. Mér datt í hug að skoða hvernig væri að taka strætó og fór á góðan vef fyrirtækisins. Niðurstöðurnar eru að ef ég vil fara að heiman 8.30 á virkum degi þá tekur ferðin 47 til 52 mínútur eftir því hvort ég næði vagni 8.40 eða 8.50 og þar af væri ég á gangi í 15 mínútur. Líklega er ekki gert ráð fyrir að strætó sé fastur í röð eins og aðrir á þessum tíma og því gæti tíminn verið enn lengri. Ekki fýsilegur kostur finnst mér því miður. Það er eflaust gott og gaman að hjóla í vinnuna en einhvern veginn hugnast mér það ekki, líst ekki á að koma veðurbarin og sveitt í vinnuna fyrir utan að önnur verkefni í morgunsárið gera það næstum ómögulegt að fara nógu snemma af stað til að mæta um kl. 9.00. Ég veit að það eru til rafmagnshjól og alls konar hlífðarfatnaður en einhvern veginn leiðist mér veðrið hér á landi og langar ekkert að hjóla svona langa vegalengd í íslensku veðri. Kannski eru einhverjir sem geta farið fyrr af stað bæði í og úr vinnu eða mætt seinna og farið seinna heim en flestir hafa ekki þann sveigjanleika og þurfa að fara af stað á svipuðum tíma. Einhverjir geta líka unnið heima oft eða stundum og kannski er það lausnin að fleiri fengju tækifæri til að gera það. En eitt er þó gott við þetta ástand, þetta getur sparað mér pening. Mér dettur ekki í hug að fara að versla í Reykjavík eftir vinnu nema lífið liggi við. Ef mig vantar eitthvað þá athuga ég fyrst á netinu og í minni heimabyggð hvort það fæst þar. Ef ekki þá bíð ég eftir næstu utanlandsferð eða bara sleppi að kaupa það sem vantar. Vona að aukinn bensín/rafmagnskostnaður við að bíða og bíða vegi ekki upp á móti sparnaðinum við að sleppa að kaupa.Gengur ekki lengur Í könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin létu gera 2017 má sjá þessar niðurstöður: „Samkvæmt könnuninni voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl og 4% með strætisvögnum, breytist lítið frá 2011 og 2014. Áhugavert er að sjá að skv. könnuninni haustið 2017 jókst hlutdeild hjólreiða úr 4% í 6% frá könnun 2014.“ Það eru greinilegar flestir sem velja að nota bílinn og þarf þá ekki reyna að liðka fyrir umferðinni? Þegar ég er að skrifa þennan pistil þá les ég á netinu að það hafi því miður orðið árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík og út um gluggann sést að biðröðin er strax komin frá bílastæðunum í HR klukkan rúmlega tvö. Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina, það endar með að ég verð hér til kl. 18 einu sinni enn. Kannski ég ætti að hringja í Vinnueftirlitið eða neyðarlínuna því ég er föst á vinnustað. Það er ósköp gott að það skuli vera fjölbreyttar samgöngur til umræðu og einhver stefna til 2030 en þegar ég sit og bíð og bíð í bílnum tvisvar á dag þá hjálpar það mér lítið. Ég hef ekki lausn á þessum vanda en ætlast til að þeir sem eru kosnir til að stýra bæjum, borgum og þjóðinni allri finni lausnina fljótt og vel, þetta gengur ekki lengur.Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst ekki boðlegt að vera allt að klukkutíma að keyra um 10 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu til að komast í og úr vinnu. Ef ég legg af stað úr Hafnarfirði á tímabilinu 7.45–9.00 þá er þetta oft ferðatíminn, það þarf ekki að hafa orðið slys á leiðinni til að tefja, þetta er venjan núna. Það er jafnvel verra að komast heim seinnipartinn, biðröðin byrjar á bílastæðinu hér í Háskólanum í Reykjavík (HR) og nefni ég sem dæmi að um daginn þegar ég var búin að bíða í nærri 10 mínútur eftir að komast út af stæðinu lagði ég aftur og fór inn og beið þar í nærri 2 klukkutíma eftir að komast heim. Í annað skipti var ég 40 mínútur að komast frá HR út að Bústaðavegi sem er líklega um 2 kílómetra leið. Oft er bent á að það sé líka hægt að labba, hjóla eða taka strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum af margvíslegum ástæðum. Mér datt í hug að skoða hvernig væri að taka strætó og fór á góðan vef fyrirtækisins. Niðurstöðurnar eru að ef ég vil fara að heiman 8.30 á virkum degi þá tekur ferðin 47 til 52 mínútur eftir því hvort ég næði vagni 8.40 eða 8.50 og þar af væri ég á gangi í 15 mínútur. Líklega er ekki gert ráð fyrir að strætó sé fastur í röð eins og aðrir á þessum tíma og því gæti tíminn verið enn lengri. Ekki fýsilegur kostur finnst mér því miður. Það er eflaust gott og gaman að hjóla í vinnuna en einhvern veginn hugnast mér það ekki, líst ekki á að koma veðurbarin og sveitt í vinnuna fyrir utan að önnur verkefni í morgunsárið gera það næstum ómögulegt að fara nógu snemma af stað til að mæta um kl. 9.00. Ég veit að það eru til rafmagnshjól og alls konar hlífðarfatnaður en einhvern veginn leiðist mér veðrið hér á landi og langar ekkert að hjóla svona langa vegalengd í íslensku veðri. Kannski eru einhverjir sem geta farið fyrr af stað bæði í og úr vinnu eða mætt seinna og farið seinna heim en flestir hafa ekki þann sveigjanleika og þurfa að fara af stað á svipuðum tíma. Einhverjir geta líka unnið heima oft eða stundum og kannski er það lausnin að fleiri fengju tækifæri til að gera það. En eitt er þó gott við þetta ástand, þetta getur sparað mér pening. Mér dettur ekki í hug að fara að versla í Reykjavík eftir vinnu nema lífið liggi við. Ef mig vantar eitthvað þá athuga ég fyrst á netinu og í minni heimabyggð hvort það fæst þar. Ef ekki þá bíð ég eftir næstu utanlandsferð eða bara sleppi að kaupa það sem vantar. Vona að aukinn bensín/rafmagnskostnaður við að bíða og bíða vegi ekki upp á móti sparnaðinum við að sleppa að kaupa.Gengur ekki lengur Í könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin létu gera 2017 má sjá þessar niðurstöður: „Samkvæmt könnuninni voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl og 4% með strætisvögnum, breytist lítið frá 2011 og 2014. Áhugavert er að sjá að skv. könnuninni haustið 2017 jókst hlutdeild hjólreiða úr 4% í 6% frá könnun 2014.“ Það eru greinilegar flestir sem velja að nota bílinn og þarf þá ekki reyna að liðka fyrir umferðinni? Þegar ég er að skrifa þennan pistil þá les ég á netinu að það hafi því miður orðið árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík og út um gluggann sést að biðröðin er strax komin frá bílastæðunum í HR klukkan rúmlega tvö. Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina, það endar með að ég verð hér til kl. 18 einu sinni enn. Kannski ég ætti að hringja í Vinnueftirlitið eða neyðarlínuna því ég er föst á vinnustað. Það er ósköp gott að það skuli vera fjölbreyttar samgöngur til umræðu og einhver stefna til 2030 en þegar ég sit og bíð og bíð í bílnum tvisvar á dag þá hjálpar það mér lítið. Ég hef ekki lausn á þessum vanda en ætlast til að þeir sem eru kosnir til að stýra bæjum, borgum og þjóðinni allri finni lausnina fljótt og vel, þetta gengur ekki lengur.Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar