Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 23:30 Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48