Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2018 11:23 Ráðstefnusalur á hótelinu í Nuuk á Grænlandi. Hotel Hans Egede Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis. Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis.
Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira