Allt á hvolfi í Cleveland eftir að liðið vann loksins leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2018 07:31 LeBron James er farinn frá Cleveland en það er nýr kóngur í borginni - Baker Mayfield. Hann fagnar hér eftir að hafa gripið snertimarkssendingu. vísir/getty Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira