Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2018 14:18 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira