Katrín Tanja: Annie Mist sýndi mér að þetta var ekki fjarlægur draumur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:00 Saman hafa þær unnið fjóra heimsmeistaratitla. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur. CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur.
CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira