Fjöruferð ferðamanns endaði með gjörónýtum bílaleigubíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 14:45 Bíllinn er gjörónýtur Mynd/Halldór Gíslason Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira