Elísabet nálgast endamarkið í eyðimörkinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 08:50 Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. fréttablaðið/stefán Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu? Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu?
Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16