Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 14:50 Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs. Mynd/Samsett Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir. Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.
Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13