Vaðlaheiðargöngin ekki opnuð 1. desember eins og stefnt var að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 13:15 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig. Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig.
Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00