Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 16:38 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Andri Magnús Eysteinsson Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38