Ráðherra segir göng að Bakka víst á forræði Vegagerðarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. október 2018 06:00 Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/Anton Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00