Fleetwood Mac á Wembley næsta sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2018 08:36 Stevie Nicks og Mike Fleetwood á tónleikum í Köln fyrir nokkrum árum. vísir/epa Bresk-bandaríska hljómsveitin Fleetwood Mac hefur tilkynnt að hún muni spila í London, Dublin og Berlín næsta sumar á tónleikaferðalagi um Evrópu. Mun hljómsveitin spila á Wembley í London þann 16. júní 2019 eftir að hafa spilað í Dublin og Berlín. Fleetwood Mac eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin en spila án gítarleikarans Lindsey Buckingham eftir að hann var rekinn úr bandinu í apríl síðastliðnum en þau Mick Fleetwood, Stevie Nicks, Christine McVie og John McVie eru enn öll að spila. Með þeim eru þeir Mike Campbell og Neil Finn. „Við munum taka alla slagarana sem aðdáendur okkar elska með þeim Mike og Neil auk þess sem við munum koma áhorfendum á óvart með öðrum lögum frá ferli okkar,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir. Miðasala á tónleikana í Evrópu næsta sumar hefst á föstudag. Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bresk-bandaríska hljómsveitin Fleetwood Mac hefur tilkynnt að hún muni spila í London, Dublin og Berlín næsta sumar á tónleikaferðalagi um Evrópu. Mun hljómsveitin spila á Wembley í London þann 16. júní 2019 eftir að hafa spilað í Dublin og Berlín. Fleetwood Mac eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin en spila án gítarleikarans Lindsey Buckingham eftir að hann var rekinn úr bandinu í apríl síðastliðnum en þau Mick Fleetwood, Stevie Nicks, Christine McVie og John McVie eru enn öll að spila. Með þeim eru þeir Mike Campbell og Neil Finn. „Við munum taka alla slagarana sem aðdáendur okkar elska með þeim Mike og Neil auk þess sem við munum koma áhorfendum á óvart með öðrum lögum frá ferli okkar,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir. Miðasala á tónleikana í Evrópu næsta sumar hefst á föstudag.
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira