Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2018 20:00 Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands. Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands.
Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira