Grunaður um misferli við flugmiðakaup en segist bara hafa keypt miða af manni í veislu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 08:44 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á leið til Kanada. Fréttablaðið/ernir Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28