Grunaður um misferli við flugmiðakaup en segist bara hafa keypt miða af manni í veislu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 08:44 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á leið til Kanada. Fréttablaðið/ernir Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28