Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. Fréttablaðið/Stefán Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira