Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 08:39 Árásarmaðurinn hóf skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks. Getty/Kali9 Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. Í frétt Sky segir að árásarmaðurinn hafi hafið skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks, um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles. Árásarmaðurinn er sagður vera á þrítugsaldri og hafi hann verið klæddur svörtu og með skegg. Fréttir hafa borist að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar, þó að það hafi ekki fengist staðfest. Í frétt ABC er haft eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn hafi beitt hálfsjálfvirku skotvopni og skotið um þrjátíu skotum. Þá hafi hann beitt reyksprengjum. Haft er eftir lögreglu að ellefu manns hafi orðið fyrir skoti.Almenningur haldi sig fjarri Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi látið lífið í árásinni, en vitað er að lögreglumaður særðist. Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum. Tilkynning barst fyrst klukkan 23:20 að staðartíma, eða um klukkan 7:20 að íslenskum tíma. Á heimasíðu staðarins kemur fram að kántríkvöld fyrir háskólanema hafi farið fram á staðnum þegar árásin var gerð.#OaksInc: Ongoing active shooter incident reported at Borderline in @CityofTO . Please stay away from area. Active law enforcement incident. Multiple injuries reported. Details still being determined. Multiple ambulances requested. @VCFD pic.twitter.com/4X3b8KMisc— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 #OaksInc Active shooter in Thousand Oaks. ICP and press briefing location is being set up with law and fire at the Janss Mall parking lot. @VCFD @VCSOVentura— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. Í frétt Sky segir að árásarmaðurinn hafi hafið skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks, um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles. Árásarmaðurinn er sagður vera á þrítugsaldri og hafi hann verið klæddur svörtu og með skegg. Fréttir hafa borist að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar, þó að það hafi ekki fengist staðfest. Í frétt ABC er haft eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn hafi beitt hálfsjálfvirku skotvopni og skotið um þrjátíu skotum. Þá hafi hann beitt reyksprengjum. Haft er eftir lögreglu að ellefu manns hafi orðið fyrir skoti.Almenningur haldi sig fjarri Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi látið lífið í árásinni, en vitað er að lögreglumaður særðist. Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum. Tilkynning barst fyrst klukkan 23:20 að staðartíma, eða um klukkan 7:20 að íslenskum tíma. Á heimasíðu staðarins kemur fram að kántríkvöld fyrir háskólanema hafi farið fram á staðnum þegar árásin var gerð.#OaksInc: Ongoing active shooter incident reported at Borderline in @CityofTO . Please stay away from area. Active law enforcement incident. Multiple injuries reported. Details still being determined. Multiple ambulances requested. @VCFD pic.twitter.com/4X3b8KMisc— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 #OaksInc Active shooter in Thousand Oaks. ICP and press briefing location is being set up with law and fire at the Janss Mall parking lot. @VCFD @VCSOVentura— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira