Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Far-vel ehf. og aðstandendur uppfylltu skilyrði til að taka við keflinu af Prime Tours. Fréttablaðið/Anton Brink „Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
„Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30