Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26