Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 21:06 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér. Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér.
Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00