Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 11:23 Mótmælendur brenna mynd af Asia Bibi. AP/Pervez Masih Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Asía Kanada Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.
Asía Kanada Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira