Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 11:03 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. Vísir/tryggvi Páll Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44
Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52