Erlendir ferðamenn skila steinum og sandi í Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2018 14:15 Fjórir steinar sem skilað var til baka með póstsendingu til Höllu og starfsfólksins hennar nýlega. Svarta Fjaran Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira