Hvíta húsið gefur eftir en setur blaðamönnum strangar reglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 21:35 Donald Trump og Sarah Huckabee Sanders. AP/Michael Conroy Starfsmenn Hvíta hússins gáfu út í kvöld að blaðamannapassi Jim Acosta, fréttamanns CNN, verður virkjaður á nýjan leik. Áður hafði Hvíta húsið gefið út að Acosta yrði hleypt aftur á blaðamannafundi en það yrði einungis tímabundið. Nú hefur verið fallið frá því og CNN hefur hætt málsókninni gegn Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir hins vegar að brjóti Acosta reglur forsetabústaðarins, sem voru einnig kynntar nú í kvöld, verði passinn tekinn af honum aftur. Þessar nýju reglur Hvíta hússins eru á þann veg að blaðamenn megi einungis spyrja einnar spurningar og er þeim einnig meinað að fylgja þeim spurningum eftir, nema fengið sé leyfi fyrir viðbótarspurningu. Brjóti blaðamenn gegn reglunum gæti þeim verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.Per pool, White House lays out rules for reporters to abide by during press conferences or risk having hard passes revoked - pic.twitter.com/Fllc7PGTvj — Eliana Johnson (@elianayjohnson) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins gáfu út í kvöld að blaðamannapassi Jim Acosta, fréttamanns CNN, verður virkjaður á nýjan leik. Áður hafði Hvíta húsið gefið út að Acosta yrði hleypt aftur á blaðamannafundi en það yrði einungis tímabundið. Nú hefur verið fallið frá því og CNN hefur hætt málsókninni gegn Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir hins vegar að brjóti Acosta reglur forsetabústaðarins, sem voru einnig kynntar nú í kvöld, verði passinn tekinn af honum aftur. Þessar nýju reglur Hvíta hússins eru á þann veg að blaðamenn megi einungis spyrja einnar spurningar og er þeim einnig meinað að fylgja þeim spurningum eftir, nema fengið sé leyfi fyrir viðbótarspurningu. Brjóti blaðamenn gegn reglunum gæti þeim verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.Per pool, White House lays out rules for reporters to abide by during press conferences or risk having hard passes revoked - pic.twitter.com/Fllc7PGTvj — Eliana Johnson (@elianayjohnson) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36
Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00