Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. nóvember 2018 18:58 Starfsbræðurnir tveir, Niinisto og Trump. Getty/Chip Somodevilla Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45