„Ótrúlega forhert“ að draga úr loforðum til viðkvæmra hópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 12:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagafrumvarpið hafi verið byggt á sandi en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00
Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52
Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39