Gunnar Bragi segir pólitíska inneign sína laskaða Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 22:03 Gunnar Bragi Sveinsson var í viðtali í Kastljósi í kvöld. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56