Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Gissur Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2018 07:08 Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira