Mynda röð á fjallstindi í von um hina fullkomnu mynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 15:02 Um það bil svona er útkoman sem fjallgöngumennirnir sækjast eftir. Getty/ARUTTHAPHON POOLSAWASD Afar vinsælt er á meðal ferðalanga í Nýja-Sjálandi að ná mynd af sér á toppi Roys Peak fjallsins. Fjallstindurinn er hins vegar orðinn svo vinsæll að algengt er að ferðalangar þurfi að bíða uppi á topp eftir að röðin komi að þeim til að ná hinni fullkomnu mynd. Það skal engan undra að fjallstindurinn sé vinsæll enda útsýni af honum með eindæmum. Því er er algengt að sjá myndir af ferðalöngum á tindinum þar sem það lítur út fyrir að þeir séu einir í heiminum.Svo er þó ekki alltaf raunin líkt og myndirnar sem sjá má hér að neðan. Þær voru birtar á Redditþar sem sjá má að talsverð röð hefur myndast á fjallinu til að ná hinni fullkomnu mynd.The social media queue pic.twitter.com/hRj6kBXypS — Lukas Stefanko (@LukasStefanko) November 25, 2018Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að fjöldi heimsókna á fjallstindinn hafi aukist um tólf prósent á tímabilinu 2016 til 2018. Þannig hafi 73 þúsund manns klifið tindinn á þessu tímabili. Talsmaður Náttúruverndarstofu Nýja-Sjálands segir að fjallstindurinn sé orðinn táknmynd Wanaka-héraðs Nýja-Sjálands sem megi að stórum hluta þakka samfélagsmiðlum.Fjallstindurinn er í 1.578 metra hæð yfir sjávarmáli en í frétt BBC er vitnað í ummæli ferðalanga sem farið hafa á tindinn að undanförnu.„Það var mjög mikið af fólki á tindinum að reyna að ná hinni fullkomnu mynd. Það var erfitt að ná mynd án þess að á henni væri fullt af ókunnugu fólki. Það var líka vandræðalegt að stilla sér upp á mynd fyrir framan svona mikið af fólki,“ skrifaði einnferðalangur á Tripadvisor. Eyjaálfa Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Afar vinsælt er á meðal ferðalanga í Nýja-Sjálandi að ná mynd af sér á toppi Roys Peak fjallsins. Fjallstindurinn er hins vegar orðinn svo vinsæll að algengt er að ferðalangar þurfi að bíða uppi á topp eftir að röðin komi að þeim til að ná hinni fullkomnu mynd. Það skal engan undra að fjallstindurinn sé vinsæll enda útsýni af honum með eindæmum. Því er er algengt að sjá myndir af ferðalöngum á tindinum þar sem það lítur út fyrir að þeir séu einir í heiminum.Svo er þó ekki alltaf raunin líkt og myndirnar sem sjá má hér að neðan. Þær voru birtar á Redditþar sem sjá má að talsverð röð hefur myndast á fjallinu til að ná hinni fullkomnu mynd.The social media queue pic.twitter.com/hRj6kBXypS — Lukas Stefanko (@LukasStefanko) November 25, 2018Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að fjöldi heimsókna á fjallstindinn hafi aukist um tólf prósent á tímabilinu 2016 til 2018. Þannig hafi 73 þúsund manns klifið tindinn á þessu tímabili. Talsmaður Náttúruverndarstofu Nýja-Sjálands segir að fjallstindurinn sé orðinn táknmynd Wanaka-héraðs Nýja-Sjálands sem megi að stórum hluta þakka samfélagsmiðlum.Fjallstindurinn er í 1.578 metra hæð yfir sjávarmáli en í frétt BBC er vitnað í ummæli ferðalanga sem farið hafa á tindinn að undanförnu.„Það var mjög mikið af fólki á tindinum að reyna að ná hinni fullkomnu mynd. Það var erfitt að ná mynd án þess að á henni væri fullt af ókunnugu fólki. Það var líka vandræðalegt að stilla sér upp á mynd fyrir framan svona mikið af fólki,“ skrifaði einnferðalangur á Tripadvisor.
Eyjaálfa Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira