Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 12:00 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott. Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott.
Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent