Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2018 14:04 Tesla Model S árgerð 2014 sem Friðrik Árni keypti fyrir Hafþór á 46 þúsund evrur í Litháen. Getty/Daniel Acker Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent