Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2018 06:45 Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar. Fréttablaðið/Anton Brink Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira