Heimsmeistaraeinvígið í bráðabana eftir umdeilda ákvörðun Carlsen Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 21:11 Heimsmeistarinn Carlsen tók ákvörðun sem hefur vekið furðu meðal skákheimsins. EPA/ Facundo Arrizabalaga Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan. Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira